1. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. desember 2017 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Inga Sæland (IngS), kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Birgir Ármannsson sat fundinn fyrir Bryndísi Haraldsdóttur milli klukkan 09:30 og 11:21.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1780. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Beiðni um áheyrnaraðild Kl. 09:00
Áheyrnaraðild Ingu Sæland var samþykkt.

2) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Finnur Þór Birgisson og Álfrún Perla Baldursdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir gerðu grein fyrir Fríverslunarsamtökum Evrópu og EES-samstarfinu.

EES-ritari utanríkismálanefndar kynnti þinglega meðferð EES-mála.

3) Önnur mál Kl. 09:50
Rætt var um störf nefndarinnar framundan.

4) Stefna ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum Kl. 10:05
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 4 og 5.

Á fund nefndarinnar mætti Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra ásamt Arnóri Sigurjónssyni, Borgari Þór Einarssyn, Helgu Hauksdóttur og Jörundi Valtýssyni frá utanríkisráðuneyti.

Utanríkisráðherra kynnti stefnu ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum og svaraði spurningum nefndarmanna. Óskað var trúnaðar skv. 1. mgr. 24. gr. þingskapa.

5) Kynning á þingmálaskrá ráðherra Kl. 10:05
Sjá bókun við dagskrárlið 4.

Utanríkisráðherra kynnti þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjámálagerninga og breytingu á tilskipun 2002/92/EB (MiFID2) Kl. 11:30
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 6 og 7.

Formaður kynnti álit efnahags- og viðskiptanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

7) Reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 (MiFIR) Kl. 11:30
Sjá bókun við dagskrárlið 6.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:49